Hugarheimur Bluezarans  

::Hlekkir::
Lubbi Klettur...
Fyndnasti bloggari austurlands...
Harpa Garpa/ur...
Gazzi Gey...
Kolla baby...
Helgi goose...
Eyglo gella...
Ingó...
anna dreymir...
Hvad hefur Esther ad segja...
Coalstraight...
Kristjan og Olgeir með snilldar sidu...
annar fyndnasti bloggari austurlands...
shit fyndid hja hjalta og jonna...
Landafraedi
Karfan
Boltinn


Gestabók
Könnun


::Liðið::

It´s our vits that make us men
This page is powered by Blogger.
Orkað af Taboard skilaboðaþjóninum
Nafn

Veffang / Netfang

Orðsending(bros)

   föstudagur, apríl 16, 2004
Já vá það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað er að gerast hjá mér þannig að hérna er ég í stuttu máli.
Janúar byrjaði rólegur ég var bara í mínu tilhugarlífi sem NME formaður að plana hvað ég ætti að gera fyrir krakkana næstu 4 mánuðina, þangað til að 16 janúar en þá datt ég í lukkupotinn og náði mér í gellu, eða hún í mig annað hvort. Það vita nú allir hver hún er held ég en hún er hallormsstaðamær og heitir Sigríður Eir. Janúar fór bara í það að vera í skóla og vinna í Besta en þess á milli kjassaði ég kærustuna og svona. Febrúar var heldur góður fyrir utan það að mér var sagt upp í Besta eitthvað kjaftæði þar á ferðinni. Gerða mín lenti í smá veseni þann 16 en þá lánaði ég kærustunni bílinn og hún greyið lenti í árekstri og varð ég að dauðadæma Gerðu litlu sem stendur núna bara fyrir utan heimilið mitt og grætur. Mars var góður en ég vinn í Bónus og er í skóla eins og áður og allt gengur vel þann 13 keypti ég mér síðan nýjan bíl sem er Nissan Sunny og vantar mig nafn á hann endilega gefið mér vísbendingar um nafn. Apríl fór ég í gott páskafrí suður. Þar fór ég meðal annars í bláa lónið með Siggu, Esther og Vígþóri sem er einmitt bróðir Siggu. Ég fór líka á Chicago sem var alveg þrususýning og helvíti gaman að sjá það leikrit. Síðan fjárfesti ég í nýjum gleraugum og jakkafötum og gerði borgina alveg brjálaða. Og síðan sit ég hér og blogga og er alveg þrusu sáttur við lífið og tilveruna


Powered by
counter.bloke.com