Jæja gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það gamla. Árið kvaddi ég ásamt fjölskyldu minn í blokk á 5 hæð. Þar var mikið um manninn og mikið fjör. Við skutum upp flugeldum og um 12 leitið komu askaðndi að blokkinni við hliðinaá blokkinni sem við vorum í, 3 slökkvibílar, 3 sjúkrabílar og 2 löggubílar, það var kviknað í ruslageymslunni í blokkinni. Magnað kvöld.
En er að hugsa um að skrifa um árið mitt 2003 í stuttu máli.
JANÚAR - APRÍL: Man ekki mikið eftir Janúar til apríl, var að vinna í Bónus og í skólanum. Var síðan að dúlla mér með stelpu í Mars Apríl og Mai.
MAI: Bauð mig fram sem formann NME sem ég vann með yfirburðum, ekki skrítið því það bauð sig enginn fram á móti. Í byrjun mánaðar eignaðist ég bílinn minn sem ég kýs að kalla Gerði.
Miðjan mánuðinn fór að lýsast aðeins í ástarmálum hjá mér en ég byrjaði með stelpu þann 24 og síðan 6 dögum eftir fór ég að leigja með Garðari í Penthouse apartment Sunnufell 5.
Júní - Ágúst. Um miðjan Júní hætti ég svo í sambandinu og það var mikið um partý í íbúðinni í Sunnufellinu. Í Júní byrjaði ég að vinna í Dúkás sem var ekkert svo gaman og mæli ég ekki með fyrir neinn að vinna þar. Ég æfði með þristinum þetta sumar, en var aðallega titlaður vatnsberi þó svo að ég hafi farið nokkru sinnum í markið á æfingum. Um miðjan Júlí skipti ég síðan um farsímanúmer í fyrsta skipti. Í enda ágúst var síðan íbúðin kvödd og ég fór í skóla og tók við embætti formanns og gjaldkera NME. Flutti aftur á Urriðavatnið.
September: Skóli byrjaður á fullu og ég á fullu í skóla vinnu og halda böll og annað. Bónus vinnan var ekki mikil og farið var að halla undan fæti.
Október: Peningar voru vandræði og ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að nema að horfa á lífið björtum augum og hélt áfram. Síðan í lok mánaðar var hringt í mig frá Hraðhreinsun Austurlands og mér boðin vinna sem ég tók og þá fóru peningarnir að streyma inn.
Nóvember: Vinna fyrir hádegi, skóli eftir hádegi og nemendaráð. Tíminn var ekki mikill fyrir sjálfan mig núna. En ég nennti ekki að væla yfir því og hélt ótrauður áfram að sýsla í því sem ég var að gera.
Desember: Ég gengst í liðs við Feita heita pottinn. Tippklúbburinn sem ég ásamt mörgum fjölskyldumeðlimum erum að reyna að græða peninga. Ég skrepp suður til þess að hitta skiptinemapabba minn og átti með honum skemmtilegar stundir ásamt íslenskri kærustu hans. Síðan eru prófin og þau ganga vel næ öllu en bara með meðaleinkunnum. Síðan er unnið í HHA til 20 desember en þá fer ég suður til Reykjavíkur. þar fer ég beint í vinnu til pabba og er búinn að vera að vinna þar eiginlega öll jólin. Tippklúbburinn okkar fær 13 rétta sem gerir 922.000 eða 34.000 á mann og kom það sér mjög vel. Áramótin voru síðan haldin heima hjá símoni bróður með miklum látum og skemmtunum.
Takk fyrir mig og enn og aftur gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Beggi J� blúsaði klukkan 4:32 e.h.
jæja það er komið að því, Bergvin Jóhann hefur unnið í getraunum, fyrsta skipti sem ég hef unnið eitthvað meira en 500 kall. Málið er að ég er í tippklúbbi sem heitir feiti heiti potturinn, hefur ekkert með vaxtarlag að gera, en allavega við fengum 13 rétta sem gerðu næstum eina milljón. það var svo skipt niður í 27 hluta. 34.150 krónur á mann takk fyrir það.
Jólin voru góð og ekki fór ég í köttinn. fullt af naríum bolur, gallabuxur, skyrta, bindi og eitthvað af sokkum björguðu því. já Gleðileg Jól allir saman
jæja lífið hérna í borginni er ágætt er í jólafríi og er svo heppinn að eiga pabba sem rekur fyrirtæki þannig að ég er að hala mér inn pening á meðan ég er í fríinu.
en þetta er síðasta blogg þessa árs þannig að ég bið ykkur vel að lifa um leið og ég
mæli með líkamsrækt á nýju ári eftir jólin
p.s. Gerða biður að heilsa hún er slöpp greyið en öll að koma til.
Beggi J� blúsaði klukkan 11:58 e.h.