jæja, þá er maður kominn úr borginni, hún var full af skemmtunum fyrir stressaðan ungan dreng utan af landi.. Fór með því hugarfari að hvíla mig aðeins frá stressinu hérna á Egilsstöðum, vinnunni og skólanum en það tókst nú ekki. Reykjavíkin tók á móti mér með sinni mögnuðu umferð sem var til þess að ég var farinn að gefa öðrum akandi mönnum löngu töng.
Hitti samt allt mitt lið, sem er mjög gott, fórum eiginlega ekkert að djamma, ég fór ásamt Garðari, Jökli, Elínu, Eygló, Hönnu Guðrúnu og Ægi niður í bæ enduðum á Nellys dönsuðum aðeins og svo var bara farið heim. Gassi mjög fullur en ég drakk ekki deigan dropa.
Hitti ekki Finn, afsakið Finnur....
Hitti ekki Gylfa, afsakið Gylfi...
Keyrðum heim mánudagsnóttina, það var gaman.
Hef ekkert að segja en endilega keep it real og haldið áfram að lesa
Beggi J� blúsaði klukkan 5:43 e.h.