Hugarheimur Bluezarans  

::Hlekkir::
Lubbi Klettur...
Fyndnasti bloggari austurlands...
Harpa Garpa/ur...
Gazzi Gey...
Kolla baby...
Helgi goose...
Eyglo gella...
Ingó...
anna dreymir...
Hvad hefur Esther ad segja...
Coalstraight...
Kristjan og Olgeir með snilldar sidu...
annar fyndnasti bloggari austurlands...
shit fyndid hja hjalta og jonna...
Landafraedi
Karfan
Boltinn


Gestabók
Könnun


::Liðið::

It´s our vits that make us men
This page is powered by Blogger.
Orkað af Taboard skilaboðaþjóninum
Nafn

Veffang / Netfang

Orðsending(bros)

   föstudagur, apríl 16, 2004
Já vá það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað er að gerast hjá mér þannig að hérna er ég í stuttu máli.
Janúar byrjaði rólegur ég var bara í mínu tilhugarlífi sem NME formaður að plana hvað ég ætti að gera fyrir krakkana næstu 4 mánuðina, þangað til að 16 janúar en þá datt ég í lukkupotinn og náði mér í gellu, eða hún í mig annað hvort. Það vita nú allir hver hún er held ég en hún er hallormsstaðamær og heitir Sigríður Eir. Janúar fór bara í það að vera í skóla og vinna í Besta en þess á milli kjassaði ég kærustuna og svona. Febrúar var heldur góður fyrir utan það að mér var sagt upp í Besta eitthvað kjaftæði þar á ferðinni. Gerða mín lenti í smá veseni þann 16 en þá lánaði ég kærustunni bílinn og hún greyið lenti í árekstri og varð ég að dauðadæma Gerðu litlu sem stendur núna bara fyrir utan heimilið mitt og grætur. Mars var góður en ég vinn í Bónus og er í skóla eins og áður og allt gengur vel þann 13 keypti ég mér síðan nýjan bíl sem er Nissan Sunny og vantar mig nafn á hann endilega gefið mér vísbendingar um nafn. Apríl fór ég í gott páskafrí suður. Þar fór ég meðal annars í bláa lónið með Siggu, Esther og Vígþóri sem er einmitt bróðir Siggu. Ég fór líka á Chicago sem var alveg þrususýning og helvíti gaman að sjá það leikrit. Síðan fjárfesti ég í nýjum gleraugum og jakkafötum og gerði borgina alveg brjálaða. Og síðan sit ég hér og blogga og er alveg þrusu sáttur við lífið og tilveruna


   fimmtudagur, janúar 01, 2004
Jæja gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það gamla. Árið kvaddi ég ásamt fjölskyldu minn í blokk á 5 hæð. Þar var mikið um manninn og mikið fjör. Við skutum upp flugeldum og um 12 leitið komu askaðndi að blokkinni við hliðinaá blokkinni sem við vorum í, 3 slökkvibílar, 3 sjúkrabílar og 2 löggubílar, það var kviknað í ruslageymslunni í blokkinni. Magnað kvöld.

En er að hugsa um að skrifa um árið mitt 2003 í stuttu máli.

JANÚAR - APRÍL: Man ekki mikið eftir Janúar til apríl, var að vinna í Bónus og í skólanum. Var síðan að dúlla mér með stelpu í Mars Apríl og Mai.

MAI: Bauð mig fram sem formann NME sem ég vann með yfirburðum, ekki skrítið því það bauð sig enginn fram á móti. Í byrjun mánaðar eignaðist ég bílinn minn sem ég kýs að kalla Gerði.
Miðjan mánuðinn fór að lýsast aðeins í ástarmálum hjá mér en ég byrjaði með stelpu þann 24 og síðan 6 dögum eftir fór ég að leigja með Garðari í Penthouse apartment Sunnufell 5.

Júní - Ágúst. Um miðjan Júní hætti ég svo í sambandinu og það var mikið um partý í íbúðinni í Sunnufellinu. Í Júní byrjaði ég að vinna í Dúkás sem var ekkert svo gaman og mæli ég ekki með fyrir neinn að vinna þar. Ég æfði með þristinum þetta sumar, en var aðallega titlaður vatnsberi þó svo að ég hafi farið nokkru sinnum í markið á æfingum. Um miðjan Júlí skipti ég síðan um farsímanúmer í fyrsta skipti. Í enda ágúst var síðan íbúðin kvödd og ég fór í skóla og tók við embætti formanns og gjaldkera NME. Flutti aftur á Urriðavatnið.

September: Skóli byrjaður á fullu og ég á fullu í skóla vinnu og halda böll og annað. Bónus vinnan var ekki mikil og farið var að halla undan fæti.

Október: Peningar voru vandræði og ég vissi ekki hvernig ég ætti að fara að nema að horfa á lífið björtum augum og hélt áfram. Síðan í lok mánaðar var hringt í mig frá Hraðhreinsun Austurlands og mér boðin vinna sem ég tók og þá fóru peningarnir að streyma inn.

Nóvember: Vinna fyrir hádegi, skóli eftir hádegi og nemendaráð. Tíminn var ekki mikill fyrir sjálfan mig núna. En ég nennti ekki að væla yfir því og hélt ótrauður áfram að sýsla í því sem ég var að gera.

Desember: Ég gengst í liðs við Feita heita pottinn. Tippklúbburinn sem ég ásamt mörgum fjölskyldumeðlimum erum að reyna að græða peninga. Ég skrepp suður til þess að hitta skiptinemapabba minn og átti með honum skemmtilegar stundir ásamt íslenskri kærustu hans. Síðan eru prófin og þau ganga vel næ öllu en bara með meðaleinkunnum. Síðan er unnið í HHA til 20 desember en þá fer ég suður til Reykjavíkur. þar fer ég beint í vinnu til pabba og er búinn að vera að vinna þar eiginlega öll jólin. Tippklúbburinn okkar fær 13 rétta sem gerir 922.000 eða 34.000 á mann og kom það sér mjög vel. Áramótin voru síðan haldin heima hjá símoni bróður með miklum látum og skemmtunum.

Takk fyrir mig og enn og aftur gleðilegt ár og takk fyrir það gamla



   þriðjudagur, desember 30, 2003
jæja það er komið að því, Bergvin Jóhann hefur unnið í getraunum, fyrsta skipti sem ég hef unnið eitthvað meira en 500 kall. Málið er að ég er í tippklúbbi sem heitir feiti heiti potturinn, hefur ekkert með vaxtarlag að gera, en allavega við fengum 13 rétta sem gerðu næstum eina milljón. það var svo skipt niður í 27 hluta. 34.150 krónur á mann takk fyrir það.

Jólin voru góð og ekki fór ég í köttinn. fullt af naríum bolur, gallabuxur, skyrta, bindi og eitthvað af sokkum björguðu því. já Gleðileg Jól allir saman

jæja lífið hérna í borginni er ágætt er í jólafríi og er svo heppinn að eiga pabba sem rekur fyrirtæki þannig að ég er að hala mér inn pening á meðan ég er í fríinu.

en þetta er síðasta blogg þessa árs þannig að ég bið ykkur vel að lifa um leið og ég mæli með líkamsrækt á nýju ári eftir jólin

p.s. Gerða biður að heilsa hún er slöpp greyið en öll að koma til.


   laugardagur, desember 13, 2003
Jæja vegna morðhótunar sem ég fékk á sms eina nóttina hef ég ákveðið að bæta við linkum á Esther Ösp og Jón Kolbein og ekki bara út af hótuninni heldur líka vegna þess að þau eru skemmtilegt og hresst fólk kíkið þangað......

Prófin að vera búin er að fara í munnlegt próf í dag í þýsku 403. Ætla ég mér að fjalla um þýska snillinginn Jens Lehman aber er ist der torwart von Arsenal, fyrir þá sem ekki vita.

Ég sakna Gerðu, en fyrir ykkur sem ennþá ekki vita það þá er það bílinn minn. hún er fyrir sunnan og ekur Soffía systir um á henni eins og hún eigi hana. Ég er bara keyrandi um á Dísu núna sem er náttúrulega ágætisbíll en þú segir ekki já við soðnri ýsu þegar þú átt graflaxinn sjálfur,,, if you know what i mean

Ég er ekki ennþá búinn að fá að vita um 150 þús rukkunina frá sýslumanni en mig hlakkar til að fá að vita hvernig það mál fer, ef ég á að segja alveg eins og er vona ég að ég fái að borga þetta, finnst bara svo gaman að vera í skuld.

Stuðmannaball í kvöld, spilagrúppan nafnlausa ætlar að hittast í kvöld og lepja á smá bjór, rauðvíni og Tequilla, semsé þynnka á morun.. Spilaklúbburinn nafnlausi inniheldur meðal annars þau Jón Kolbein, Kjartan Svan, Lísu Plísu, Sigríði Kopar, (en Eir þýðir kopar, shit hvað ég er fyndinn) og síðast en alls engan vegin síst Sigurbjörgu Elínu Hólmarsdóttur eða Sissó eins og sumir þekkja hana.

Mæli með speedball blettahreinsi, það er ekki til sá blettur sem hann nær ekki úr fæst í Besta og ég mæli með þeirri búð.


   föstudagur, desember 05, 2003
Jæja strákurinn bara í borginni, skiptinemapabbinn í bænum varð að keyra til þess að hitta hann. Shit keyrði á föstudaginn móðir náttúra ásamt pabba Guði gáfu mér svona 19 metra á sekúndu alla leiðina sem varð til þess að ég var nánast búinn að keyra útaf á hverjum 200 metrum sem ég fór. Ekki bætti það úr skák þegar suðurlandið nálgaðist að þau tvö voru farin að ausa úr ánum yfir bílinn minn þannig að rúðuþurrkurnar höfðu ekki undand við að bægja vatninu af rúðunni.

Reykjavík er mögnuð, reyndar búinn að eyða mestum tímanum í Kópavogi og Hafnafirði en það er annað mál.

Hitti Gylfa í gær og fyrradag, gaman að segja frá því að hann er að flytja til Austurlanda nær og ætlar að setjast að á litlu setri er Egilsstaðir nefnist, velkominn Gylfi.

Fékk frá sýslumanni, rukkun um 150 þúsund íslenskar krónur, það eru 30 bláir peningar. Þetta var út af vitleysu með staðgreiðslu skatta á síðasta ári, en ég held að það endi þannig að ég þurfi ekki að borga þetta, hver veit.

Var semsé allan fimmtudaginn að reyna að koma þessu á hreint með skattinn á meðan Anna Hlín vinkona mín hékk út í bíl en hún var svo góð að koma með mér þótt það hafi örugglega verið leiðinlegt fyrir hana takk ANNA

1 Des var helvíti góður, mættu um 260 manns á borðhaldið og um 340 á ballið. Talið er að þetta sé heimsmet í svo litlum skóla en það er ennþá verið að fara yfir það , einn skóli í Kirgystan sem hélt 1 des skemmtun og ennþá er verið að finna út hvað mættu margir þar en það er áætlað um 209, ásamt 16 geitum.

Meðmæli dagsin í dag fær Anouk fyrir góða rödd, góða texta og fín lög mæli með henni við próflesturinn, auðvitað bara lágt stillta.




   sunnudagur, nóvember 30, 2003


   miðvikudagur, nóvember 26, 2003
jæja, þá er maður kominn úr borginni, hún var full af skemmtunum fyrir stressaðan ungan dreng utan af landi.. Fór með því hugarfari að hvíla mig aðeins frá stressinu hérna á Egilsstöðum, vinnunni og skólanum en það tókst nú ekki. Reykjavíkin tók á móti mér með sinni mögnuðu umferð sem var til þess að ég var farinn að gefa öðrum akandi mönnum löngu töng.

Hitti samt allt mitt lið, sem er mjög gott, fórum eiginlega ekkert að djamma, ég fór ásamt Garðari, Jökli, Elínu, Eygló, Hönnu Guðrúnu og Ægi niður í bæ enduðum á Nellys dönsuðum aðeins og svo var bara farið heim. Gassi mjög fullur en ég drakk ekki deigan dropa.

Hitti ekki Finn, afsakið Finnur....

Hitti ekki Gylfa, afsakið Gylfi...

Keyrðum heim mánudagsnóttina, það var gaman.

Hef ekkert að segja en endilega keep it real og haldið áfram að lesa


Powered by
counter.bloke.com